Bújah á vellinum
já nú er verið að reyna að bæta fyrir költleysuna um daginn og maður er bara að sporta sig á flugvallarbarnum á Stansted og þykist töff, þráðlaust og ég veit ekki hvað... Annars er þetta svo viðurstyggilega uppalegt eitthvað að vera með fartölvuna á lofti og blogga á flugvallarbarnum með Stellu í vinstri. Þetta er hálf-kjánalegt allt saman. En ég vill þó trúa því að maður bæti þetta upp þar sem ég er að borga fyrir netaðganginum með vísakortinu sem er orðið rauðglóandi heitt eftir þessa ferð. Maður dílar svo bara við bankan þegar að því kemur, því það er ekki eins og það sé eitthvað fé annarsstaðar. Mikið drasl er að ferðast til N-Ameríku í gegnum London. Svo virðist nefnilega að það sé engin leið að fá flug til eins flugvallar og annað frá þessum sama velli. Oftar en ekki er það Stansted og Gatwick sem eiga í hlut og eru samgöngur þar á milli hinar leiðinlegustu. Síðan er líka leiðinlegt að mæta Bretunum á göngum flugvallanna. Þeir eru álíka vitlausir að keyra farangurskerrurnar og þeir eru í akstri fólksbifreiða. Reyna alltaf að víkja til vinstri eins og einhver fífl... Starfsfólk í þjónustugeiranum virðast einnig hafa farið frammúr vitlausu megin í morgun. Það er helvítis hundur í öllum og hérna rétt áðan varð ég vitni að því að barþjónn einn var öskrandi á gamla konu spurjandi hvort hún vilji helvítis sósu á saladið eða ekki. Ég held að það sé ekki gott fyrir sálina að vinna á svona stað í lengri tíma.
ég held ég gerist fingralangur og hætti mér til að segja....
Sælir
ég held ég gerist fingralangur og hætti mér til að segja....
Sælir
1 Comments:
Það er fátt leiðinlegra en að ferðast með flugi...
Post a Comment
<< Home