Saturday, May 07, 2005

um kellingar á baðherbergisgólfum

Já ætli það sé ekki best að punkta eitthvað niður hér.
Ég bý nú eins og áður sagði ekki í blokk, sem er vel. Nú bý ég í þessu fína húsi hér með þremur stúlkum sem er í sjálfu sér ljómandi, en þó ber að gæta sín á því að sýna karlmennsku og skilja klósett setuna eftir uppi drekka kaffi og bjór og éta kjöt og fussa þegar mynnst er á grænmetisætur.
Ein þessarra kvenna hefur þann einkennilega vana að kjósa að sofa á klósettgólfinu þegar hún er ölvi. Nú á ég ekki við að hún sé Ölver ofurölvi og geti sig hvergi hreyft eftir að hún drapst á klósettinu. Nei hún kýs bara að sofa þar. Segir að kalt gólvið veiti henni huggun í áfengisvímu sinni. Nú ég fæ ekki séð að harðviðargólfið á klósettinu sé eitthvað öðruvísi en annarstaðar í húsinu og finnst þetta því frekar slök afsökun. Þetta hátterni setur mann stundum í nokkur vandræði. Sér í lagi þar sem hún er enginn úlfur í drykkju og á það til að hrynja þarna á gólfið rétt eftir kvöldmat, sem er til óþæginda þegar sveittir Haugar koma heim úr götukörfubolta og langar í sturtu. Ég hef nú verið að reyna að halda ró minni yfir þessu því að vitaskuld kann ég að meta lífsgleði þá að geta hrunið í það um eftirmiðdegið og drepist á klósettinu um áttaleitið. En þolinmæði mín er að þrotum komin í þessu máli og er ekki ólíklegt að Dóri drullusokkur eða Dóri djöfull birtist næst þegar mér er meinuð aðganga að sturtunni með þessum hætti. Þá verður lísu hent öfugri út og einhverjum ónotalegheitum gelt á eftir henni.
Annars fást ekki mjög mörg rokkstig fyrir að drepast á klósetti, það er ofnotað trikk. Hinsvegar eru 5000 rokkstig fáanleg fyrir að drepast á ballskákborði og 50 fyrir að að drepast í runna eða í skurði því það sýnir harðneskju.
Góðar stundir

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hver drapst og gerði þig rokkdrepstigakóng; hvar drapst hann og hvursu mörg stig fær hann?

Þrátt fyrir að hafa eitt sinn drepist í innkaupakerru í mjóddinni verður mér alltaf minnisstæðast að hafa drepist í púngnum. Öngvurra stiga ríkari varð ég fyrir þá reynslu.

Heill sé þér, Dódó.

-die Geisel

3:34 PM  

Post a Comment

<< Home