Monday, June 27, 2005

af veðurfréttum og truntumótum

Já ég vill byrja þennan pistil á því að biðjast afsökunar um að hafa rætt um körfuknattleik í síðasta pistli. Það fór eitthvað misjafnt ofan í menn, svona svipað og slátur.

Of mikil vinna hefur aldrei haft góð áhrif á sköpunargleði mína. Það kann að valda að vinnur mínar felast yfirleitt í einhverskonar verkamannavinnu, ofan í skurðum eða uppi á fjöllum. maður þarf yfirleitt ekki að nota höfuðstykkið mikið í slíku og verður af heimskur. Þó skal þess getið að gott er að komast við og við í vinnu þar sem maður fær að nota þessar hendur eitthvað og vera úti í veðrinu.
Ég þarf einmitt að fylgjast með veðurfregnum þessa daganna, svo maður verði ekki á sundskýlunni og gúmmítúttunum uppi á fjalli þegar það brestur á með stormi.
Veðurfregnir eru nokkuð sérstakar. Til dæmis þá hefja veðurfréttamenn iðulega uppistand sitt með því að tala um það hvernig veðrið var í dag. "Nú, á hádegi í dag var víðast hvar nokkuð þungbúið og þá sérstaklega á suð-vestur horninu en þar mældist nokkur úrkoma, til að mynda um 3mm á Keflavíkurflugvelli."
Alveg er mér skítsama.
Það kemur mér nákvælega ekkert við hvernig veður var í dag eða í gær. Ég veit hvernig veður var á mér í dag.
Ég vill vita hvernig það verður á morgun og næstu daga og ekkert annað. Þessir veðurspámenn eru nú hverjir öðrum skrítnari og kann að vera að einhver hafi gaman af því að að hlusta á þennan séríslenska veðurfræðinga tón, en ekki ég. Þegar um var grenslast rakst ég á heilræði prófessors eins í Danaveldi: "já góðir nemendur, nú er afar mikilvægt fyrir alla veðurfræðinga að klæðast rauðu ullarvesti eða gulri skyrtu eða einhverskonar staðlaðri prófessora múnderingu, og síðan er afar mikilvægt að þið talið ofan í eigin hálsmál, og ekki bera neitt fram svo augljóst sé, heldur muldrið með lágum rómi og verið vandræðaleg. Þetta mun tryggja ykkur veðurfréttastöðu í íslenska ríkissjónvarpinu." -Dr. Jesper Clausen, Háskóla Kaupmannahafnar.

Jájá
Annars líður að fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum á Mýrum. Mælist ég til þess ef menn vilja vera ölvaðir og láta illa mjög þá fari menn þangað og veri ósæmilegir á laugardagskvöldið. Það er til eftirbreytni.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

mikið djöfulli væri ég til í að vera blindfullur upp í sveit innan um hestamenn og annan eins leiðinda lýð, en sökum vinnu og peningaleysis verður víst eitthvað lítið úr þeirri afþreyingu, því miður! Það verður vonandi hægt að bæta úr því síðar í sumar.
Bjarni Bé

3:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

hvernig er það, á ekkert að fara að blogga hérna aðeins, þessi truntumóta færsla er búinn að vera hérna í mánuð óhreyfð....Bé!

5:38 AM  

Post a Comment

<< Home