Thursday, May 11, 2006

um þýðingar

Þann 23. apríl síðastliðinn fékk Rúnar Helgi Vignisson Íslensku þýðingaverðlaunin, sem voru afhent við hátíðlega athöfn að Gljúfrasteini. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin á afmælisdegi nafna míns Laxness, sem ég hef reyndar hitt í draumalandinu og gagnrýnt slípirokks-listsköpun hans.
Verðlaunin voru veitt Rúnari vegna flennifínnar þýðingar hanns á Barndómi eftir J. M. Coetzee (hver þekkir ekki það bókmenntastórvirki?). Ég er þó þeirrar skoðunar að ef til vill hafi dómnefndin misstigið sig all-hrapalega við veitingu verðlaunanna, með fullri virðingu fyrir Rúnari. Ég tel nefnilega að gengið hafi verið framhjá þeim stórmerka þýðanda sem sér um vippa gömlu Friends þáttunum á sirkús yfir á hið ástkæra. Stíll hans og yfirgripsmikil þekking á hinni ensku tungu sem og óendanlegur orðaforði og skilningur á Íslensku hlýtur að vera með yfirburðum hér á landi. Eftir Þennann þýðanda af guðs náð liggja ódauðlegar þýðingar eins og þessi:
Pheoebe: "What would you rather eat; seing eye dog or a signing gorilla?"
Þýðing: "Hvort mundirðu heldur borða; sjándi-auga hund eða talandi górillu?"
Hvað get ég sagt. Maðurinn er snillingur.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ha ha ha haii haaa haaa....###!!!! Það var fyndið... man eftir þessu..

4:18 AM  

Post a Comment

<< Home