Wednesday, September 28, 2005

um daga og það sem drífur

Ekkert hefur drifið á daga mína nú í lengri tíma, en það er víst engin afsökun fyrir leti í uppfærslu á þessu dóti. En orðið blogg hlýtur að vera eitt það ljótasta sem notað er á Íslandi þessa dagana.
Haustið hengur í mér eins óvelkomin eftirmiðdegisþynnka og mér þykir gott að horfa á sjónvarp og lesa Bændablaðið og annað sem er þess eðlis að ekkert situr eftir. Já það er slen yfir Haugnum þessa daganna. Maður er orðinn þreyttur á þessu. Og hvað gerir maður þegar svona er um ástatt? Nú maður drekkur kaffi, fer í sund og svoleiðis. Eða syndir bara um í eiginn aumingjaskap og hugsar um hvað djöfull geti menn nú verið leiðinlegir. Það er á svona stundum sem maður óskar þess heitast að geta varið heilum degi í það einhversstaðar að horfa á Twin Peaks, og látið sér fátt um finnast þótt allir séu á hraðferð á toppinn. Á svona dögum er líka gott að drekka bjór og skipta um vél í Oldsmobile. Annars hefur það gamalfræga merki nú verið lagt niður af General Motors og er það leitt. Hægur dauðdagi hins venjubundna bíls potast nær eins og geislavirkt ský, á sjóndeildarhringnum, og það er farið að rökkva full snemma.
Annars stóð ekki til að skrifa neitt hérna í kvöld, þetta er allt saman slys, en þeir segja að slysin geri ekki boð á undan sér.
Jájá, seinna meir, eins og Hamverjar segja í Auði Sif.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

heyrheyr

12:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

hvenær ætlar Haugurinn að kíkja í kaffi í höfuðstaðnum, það er ýmislegt sem ég má til með að segja þér yfir kaffibolla!

6:45 AM  

Post a Comment

<< Home