Tuesday, November 20, 2007

Um valdbeitingu lögreglunnar

Pólskur maður á miðjum aldri lést í Vancouver eftir að lögreglan í notaði svokallaða tazer tækni á hann þann 14.nóv síðastliðinn. Maðurinn, Robert Dziekanski, var að flytja til Kanada til þess að búa hjá móður sinni sem hafði flutt hingað fyrir sjö árum síðan. Þessi maður hafði aldrei ferðast í flugvél áður og var búinn að bíða á öryggissvæði flugvallarins í tíu tíma, en móðir hans hafði sagt honum að bíða þar, hún myndi koma að sækja hann. En hún fékk ekki inngöngu á þetta svæði enda er það innan við tollinn. Ýmislegt vekur furðu við þetta mál.
T.d, af hverju fékk mamma þessa gaurs ekki einhvern til þess að fara og sækja hann fyrir sig. Skrifað til hans bréf eða fundið fólk innan flugvallarinns til að tala við hann og segja honum hvað hann ætti að gera?
Af hverju í ósköpunum beið maðurinn þarna í 10klst? Robert þessi talaði einungis Pólsku, en á vinnustað í sömu stærðargráðu og Vancouver International Airport ætti nú að vera einhver sem gæti gert sig skiljanlegan við Robert. Og jafnvel þó svo væri ekki, þá hlýtur maðurinn að átta sig á því að þetta sé ekki að virka og ganga í gegnum tollinn. Ekki er að þessu sinni vitað hvort Robert gekk heill til skógar, andlega og líkamlega en fréttir ættu að berast af þessu á næstu dögum.
Hvað með öryggisgæslu flugvallarinns? Þótti þeim ekket grunsamlegt að það sé maður bíðandi í 10klst. við farangursfæribandið?
Þetta eru aðeins vangaveltur en það sem er furðulegast við þetta allt saman er að lögreglan fann sig knúinn til að "tazera" manninn fjórum sinnum með 50,000 volta spennu frá tazer byssum sínum. Robert hafði vissulega verið byrjaður að láta illa eins og allir myndu eflaust gera ef þeir eru fastir í einskinsmannslandi í marga klukkutíma án þess að vita hvað maður eigi að gera. Hann hafði barið á gler milli hanns og komusalarins og velt stólum og hent tölvu á golfið. Þetta er það sem er á íslandi kallað að vera með leiðindi. Öryggisstarfsmenn flugvallarins töldu sig ekki ráða við þennan uppstökka Pólverja svo hringt var á lögguna. Löggan mætti skömmu síðar og röflaði eitthvað í manninum á ensku, jafnvel þótt þeir vissu að hann talaði ekki málið. Robert virtist vera að róast eitthvað og var ekki ógnandi á neinn hátt, heldur var að byrja að snúa sér frá lögreglunni og labba í burt þegar hann er tase-aður. Jú, sjáið þið til, Kanadískir lögreglumenn eru ekki nógu hugaðir til að leggja í að yfirbuga 40 ára gamlan mann með bumbu. Jafnvel þótt þeir séu fjórir á móti einum. Nei, betri leið er að skjóta hann fjórum sinnum með 50.000 volta spennu og leggjast síðan allir á hann til þess að koma þessum óþolandi flóknu handjárnum á hann. já betri leið nema að því leiti að þeir drápu hann í leiðinni.
Nú í vikunni lést síðan annar maður í Montreal eftir að hafa verið skotinn 6 sinnum með taser byssu af lögreglu. Og er tala látinna komin upp í 17 manns sem hafa fallið fyrir þessu vopni lögreglunnar síðan 1999. Kanski spurning um að endurskoða notkun þessa vopns? Eða valdbeitingu lögreglu yfir höfuð. Rannsókn er hafinn á þessu máli í Vancouver og hvort of miklu valdi hafi verið beitt. En hverjir skyldu vera að rannsaka það? Jú lögreglan sjálf. Sniðugt og árangursríkt, allt í einum pakka.
Í aumri vörn sinni segir lögreglubossinn í BC að starfsmenn hans verði fyrir yfir 350 lðikamsárásum á ári og þeir verði að tryggja öryggi sitt. Nú veit ég ekki hvort þið hafið séð einhverja af þessum lögguþáttum í sjónvarpinu þar sem sýnt er þegar löggan er að elta einhverja gæja og handtaka þá. En í þessum þáttum má sjá að skilgreining lögreglunnar á líkamsárás er ansi víð. T.d. að beina bíl sínum í átt að lögreglu, og setja í drive og keyra lítillega af stað er hægt að skilgreina sem "attemted assault with a deadly weapon." Þannig að maður er ekki alveg viss um að þessar 350 líkamsárásir hafi í raun verið árásir eða bara "a fart in your general direction."

Eina fylkið hér í kanada með einhverju viti er Nýfundnaland en þeir hafa hætt notkun vopnanna, ekki vegna þess að Royal Canadian Mounted Police hafi sagt þeim að gera það, heldur vegna þeiss að þeir hafa smá vit í kollinum: "Hey, kanski við ættum að bíða aðeins með að nota þetta svona þangað til við vitum hversu öruggt það er? -Jú, það er ágætis hugmynd, við viljum ekki vera að drepa fólk að óþörfu er það? -Nei...Ok , hættum að nota þetta þangað til meiri upplýsingar liggja fyrir. - Samþykkt."
Þetta var ekki svo erfitt var það? Af hverju eru ekki fleiri svona menn í löggunni?

4 Comments:

Blogger Unknown said...

bölvuð svínin!

6:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

Endilega að drífa í því að redda pissu-löggunni á Klakanum svona græjum. Gaman að sjá hversu langur tími líður áður enn einhver fyllibyttan verður drepinn fyrir að míga á almannafæri.

8:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Valdabeiting lögreglunnar í Reykjavík er orðin ansi harkaleg líka, þó ekki sé um að ræða svokallað "tazer" tæki á almenning. En nú gengur sérsveit lögreglunnar um myrkrar götur Reykjavíkurborgar þegar skemmtanalífið er í hámarki og sektar gleðigosa fyrir að míga í húsasundum. Sérstakt að kanadíska lögreglan hafi ekki treyst sér í manninn í ljósi þess að lögreglumenn þurfa að fara í strankt líkamlegt próf ásamt þess að æfa bardagaíþróttir? Geta þeir þá ekki ráðið við sextugan mann. Þetta virðist vera að gerast æ oftar í dag, en maður var einmitt skotinn í bakið í London fyrir tveim árum oftar en einu sinni eða tvisar...

10:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

jæja Dodo, er ekki kominn tími á nýja færslu hérna. Er útivistarsölumennskan ekki ótæmandi brunnur fyrir skrifandi menn? Er farinn að þyrsta í almennilega afþreyingu, sérstaklega þar sem ég á akkúrat ekki að vera eyða tímanum í slíkt í miðjum próflestri!

4:42 PM  

Post a Comment

<< Home