Thursday, November 08, 2007

ég bulla og því er ég

Ég sótti um starf nú nýverið í útivistarkaupfélagi þeirra Kanadamanna Mountain Equipment Co-Op. Ekki merkilegar fréttir í sjálfu sér, en þegar ég fór í viðtal vegna starfsins voru nokkur atriði sem vöktu athygli mína. Konan sem var að taka viðtal við mig var svona dæmigerð útivistartýpa. Útitekin, og brún með leðurkennt andlit eftir að hafa barist við náttúruöflin í alls kyns veðrum árum saman. Hávaxin og grönn, með sítt skollitað slegið hár, óförðuð með öllu en með einhverskonar leðurfléttað armband. Hún var nýkomin frá ráðstefnu í umhverfismálum fyrirtækisins sem var haldin í Banf í Alberta, og á borðinu hennar var mynd af henni og tveimur vinkonum í skíðalyftu á liðinni uppá topp í Whistler eða mt. Washington eða einhverju sambærilegu hjólasvæði. Þessi kona heitir Zanita, sem styrkir enn frekar hina stöðluðu vesturstrandar hippa útivistar teóríu mína, og ef einhver væri til í að veðja við mig, mundi ég veðja á að hún væri grænmetisæta. Þessi kona kom mér þó ekki á óvart, þetta var akkúrat sú týpa sem ég bjóst við og því var ég nokkuð yfirvegaður í atvinnuviðtalinu. En svo komu spurningarnar frá miðstjórn MEC, sem Zanita hafði eflaust lært utanbókar á stjórnunarnámskeiði í Vancouver. Þetta byrjaði nokkuð fyrirsjánlega með spurningum eins og af hverju vilt þú vinna fyrir MEC og hverjir eru kostir og gallar þínir osfv. En svo komu einkennilegu spurningarnar. "When was the last time your values were challenged, and what did you do about it." og "When was the last time you identified a problem in your surroundings and how did you attemt to address that problem." Nú gæti einhver hikstað aðeins og tapað kúlinu. En í svona atriðum er um að gera að draga djúpt andann og skrúfa frá bullshit krananum. Ég veit ekki hvað er ætlast til að fáist út úr spurningum sem þessum, en ég tók því sem þannig að ég gæti bullað eins og mig lysti og gerði það. Jú varðandi siðferðiskennd mína, þá hef ég ávalt verið mikill baráttumaður gegn ölvunarakstri og ósjaldan hef ég verið sá í vinahópnum sem hefur staðið fast á mínu og hrifsað lykla af vinum mínum sem eru á leiðinni út í bíl að keyra heim, "you know, it just isn't worth the risk." Og síðan ældi ég næstum því. Hvernig á hún að geta sagt nokkurt um hvort eitthvað sé til í því sem ég er að segja? Hinni spurningunni svaraði ég sem svo að ég hafi komið auga á ákveðið vandamál með fjallahjólreiðafélagið hér í borg en þeir eru að berjast mikið um aðgang að stígasvæðum og öll þeirra orka fer í það, og það gleymist að skemmta sér og sínum félagsmönnum, því hafi ég ákveðið að fara að beita mér fyrir að koma á stofn bíókvöldum og jafnvel óformlegum hjólakeppnum innan félagsins til þess að halda móralnum uppi og auka virkni þess. Jájá af hverju ekki?... ég er að vísu að gæla við þessar hugmyndir en hef ekkert gert ennþá, en hvernig á hún að vita það? Skrítið.
Þetta bull virðist þó hafa borið nokkurn árangur og byrja ég starfsþjálfun hjá MEC núna í November.
VIva la bullshit.
Der Hog

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

thu verdur ad bara ad fa ther hjalparstarfsmenn annad slagid sem tynast/farast i flugslysum thegar their vita of mikid, og passa ad lata sja thig i sem flestum kirkjum. Svo geturdu ordid borgarstjori Rvikur eftir tvo ar tops, eftir ad hafa lofad nokkur hundrud miljordum til thess ad auka vid fjelagsthjnostu i borginn og setja upp skyli fyrir fifl a sem flestum stodum i borginni. passa lika ad lofa ad berjast gegn spillingu, hroka og valdagraedgi sem hinir fjelagarnir i samfylkingunni hafa alltaf svo miklar ahyggjur af. amen

sapuframleidandinn

fint plug samt ad redda vinnu

2:25 PM  
Blogger Halldor said...

jæja simmi sam...
Ég ER ekki alveg viss umhvert þú ert að fara með þetta en ég segi bara já og amen. Moka skít og framleiði sápu, ég veit ekki neitt ég vinn bara hér...

10:10 AM  

Post a Comment

<< Home