um költbændur, kapalsjónvarp, segulbandstækni forna
Góðir hálsar.
Ekki fyrir svo löngu síðan var því líst yfir á þessum síðum að ef skrif færu undir eina færslu á mánuði yrði þessari vefskrá lokað og lagt í bakgarðinum eins og Willysnum.
Hér með ætla ég að svíkja það loforð og fer þarafleiðandi enn eitt "prinsíppið" út um gluggann og skal í framhjáhlaupi nefna að fyrir utan þennan glugga er varla þverfótað fyrir broknum loforðum sviknum skuldbindingum og prinsíppum sem hafa verið tekin af þeirri óljósu leikskrá sem ímprovésérað er að staðaldri í því auma leikhúsi sem er höfuð Halldórs.
Nú væri kanski hægt að reyna að verja þessa skrif leti með einhverju móti en ætla ég að láta það vera að mestu leiti. Þó vill ég nefna að enn og aftur varð ég fyrir því óláni að gerast áskrifandi af því heilaþvottartæki sem er kapalsjónvarp. Ég hef afar takmörkuð völd gegn fleiri en tíu rásum, og engin gagnvart 50 og yfir.
Þó ber ekki að örvænta. Klippt hefur verið á kapalinn sem hefur strax haft góð áhrif. Til að mynda hef ég verið að dútla við að lesa og hlusta á músík í kvöld, en hvorug þessarra dægrastyttinga hefur fengið mikla æfingu undanfarið. Aukinheldur er ég núna að stunda þá íþrótt sem er frekar sjaldgæf nú á dögum en það er upptaka hljómplatna (LP) á segulbönd. Ég skil að þetta kann að hljóma undarlega í sumum eyrum, en þetta eru bæði analóg formöt og er ég að brúka annað til að líkja eftir hinu. Það vill nefnilega þannig til að hætt er við að ég missi það plötusafn er hefur verið í vörslu minni undanfarið. Því er ég að grípa í rassinn þótt seint sé til að bjarga því á kasettu sem bjargað verður. Fyrst í röðinni var Nick Cave og plata hans Nocturama og núna er John Spencer að þenja raddböndin á plötunni Extra Acme. Jón þessi Spenson er líklega með þeim hófværustu mönnum sem um getur.
Annars eru miklar fréttir frá vesturvígstöðunum, en útlit er fyrir að Haugurinn hafi skotið sig í fótinn með því að sækja um styrk vegna ljósmyndaverkifnis nokkurs. Jú, ekki fór betur en svo að haugurinn fékk styrkinn og er því stefnt að vinna að téðu verkefni heima á klakanum síðla sumars. Ég mun því vera á þeytingi um vesturland og víðar um íslenskar síðsumarnætur eltandi óljósar hugmyndir og sveitarómantík. Ég vill þess vegna biðja menn um að taka frá eina helgi í sumar til þess að koma á pöbbinn á Hvanneyri og vera költbóndi í eina nótt.
Ekki fyrir svo löngu síðan var því líst yfir á þessum síðum að ef skrif færu undir eina færslu á mánuði yrði þessari vefskrá lokað og lagt í bakgarðinum eins og Willysnum.
Hér með ætla ég að svíkja það loforð og fer þarafleiðandi enn eitt "prinsíppið" út um gluggann og skal í framhjáhlaupi nefna að fyrir utan þennan glugga er varla þverfótað fyrir broknum loforðum sviknum skuldbindingum og prinsíppum sem hafa verið tekin af þeirri óljósu leikskrá sem ímprovésérað er að staðaldri í því auma leikhúsi sem er höfuð Halldórs.
Nú væri kanski hægt að reyna að verja þessa skrif leti með einhverju móti en ætla ég að láta það vera að mestu leiti. Þó vill ég nefna að enn og aftur varð ég fyrir því óláni að gerast áskrifandi af því heilaþvottartæki sem er kapalsjónvarp. Ég hef afar takmörkuð völd gegn fleiri en tíu rásum, og engin gagnvart 50 og yfir.
Þó ber ekki að örvænta. Klippt hefur verið á kapalinn sem hefur strax haft góð áhrif. Til að mynda hef ég verið að dútla við að lesa og hlusta á músík í kvöld, en hvorug þessarra dægrastyttinga hefur fengið mikla æfingu undanfarið. Aukinheldur er ég núna að stunda þá íþrótt sem er frekar sjaldgæf nú á dögum en það er upptaka hljómplatna (LP) á segulbönd. Ég skil að þetta kann að hljóma undarlega í sumum eyrum, en þetta eru bæði analóg formöt og er ég að brúka annað til að líkja eftir hinu. Það vill nefnilega þannig til að hætt er við að ég missi það plötusafn er hefur verið í vörslu minni undanfarið. Því er ég að grípa í rassinn þótt seint sé til að bjarga því á kasettu sem bjargað verður. Fyrst í röðinni var Nick Cave og plata hans Nocturama og núna er John Spencer að þenja raddböndin á plötunni Extra Acme. Jón þessi Spenson er líklega með þeim hófværustu mönnum sem um getur.
Annars eru miklar fréttir frá vesturvígstöðunum, en útlit er fyrir að Haugurinn hafi skotið sig í fótinn með því að sækja um styrk vegna ljósmyndaverkifnis nokkurs. Jú, ekki fór betur en svo að haugurinn fékk styrkinn og er því stefnt að vinna að téðu verkefni heima á klakanum síðla sumars. Ég mun því vera á þeytingi um vesturland og víðar um íslenskar síðsumarnætur eltandi óljósar hugmyndir og sveitarómantík. Ég vill þess vegna biðja menn um að taka frá eina helgi í sumar til þess að koma á pöbbinn á Hvanneyri og vera költbóndi í eina nótt.
2 Comments:
af hverju dánlódaru þessum plötum ekki bara?
goduur punktur ingi
Post a Comment
<< Home