Friday, April 13, 2007

Kurt Vonnegut

Kurt Vonnegut lést nú nýverið og settist við hið mikla barborð í pólólobbíinu í skýjunum. Sorgartíðndi fyrir bókmenntaunnendur en hann var í sjálfu sér búinn að fullkomna sitt lífsstarf. Gaf út "A man without a country" sem er hálf-sjálfsævisöguleg, árið 2005 og sagði það sína síðustu bók. Persónulega hef ég einungis lesið eina bók eftir þennan herramann, en það var sláturhús fimm gefin út árið 1969. Afar góð lesning það og einhver óhugnalegasta kápa sem um getur, en á henni er hönd með auga í miðjum lófanum. kreepí.
Til stendur að kynna sér betur bækur þessa fallna höfðingja því þær falla ákaflega vel inn í áhugasvið mitt á bókmenntasviðinu, þar er nútímabókmenntir norður ameríku. Og má í raun segja að það sé fáránlegt að ég hafi ekki lesið meira eftir Vonnegut.
En við óskum Vonnegut góðrar ferðar yfir Styx og vonum að hans bíði aðrir meistarar við barborðið mikla og að með komu hanns upphefjist ægilegt bókmenntafyllerí þar sem Hunter S. og Willam S. og Keruoac og Hemingway reyna að drekka hvern annan undir borðið.

Lifið heil.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

jæja Dodo, er ekki kominn tími á að glæða þetta blogg smá lífi, eða er lífið svona snautt í vesturheimi að innblásturinn er enginn?
gamli, gamli kall!

2:58 PM  
Blogger Halldor said...

Nei þvert á móti bjarni, er ég á kafi í vinnu og misáhugaverðum verkefnum þessa dagana. mAÐUR GETUR EKKI VERIÐ AÐ dútla í einhverjum dagbókarskrifum þegar maður þykist vera að gera eitthvað mikilvægara.
en við munum nú hittast fljótlega og þá get ég sagt þér sögur í staðinn. Útlit fyrir dóra drullusokk og símon falkner saman á íslandi í sumar sem kann að vera óheppileg blanda. Svipað og sjéniver í spræt.

7:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

góðar fréttir! kannski maður taki fram Grettisbeltið og fari að æfa hælkrókinn fyrir komandi átök!

1:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hva...? Hva...?

11:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

hvenær mun Dodo heiðra landann með nærveru sinni?

12:55 PM  
Blogger Halldor said...

já spurning hvort ekki væri betra að heiðra landann með ótæpilegri drykkju á honum? En eins og einar sagði svo eftirminnilega: "Vertu sko ekki að gera lítið úr landanum, en þessi aquarius er viðbjóðslegur." Eftirá að hyggja voru það líklega mistök að blanda þessu tvennu saman.

11:02 AM  

Post a Comment

<< Home