Um flóð, Rússa og taugaveiklaða Dani og Kanadamenn
Á síðu fjórtán í Morgunblaðinu í morgun er lítil frétt, með einni mynd, um hörmungar á flóðasvæðinu í Suður-Asíu. Þar undir stendur orðrétt:
"Flóðin eru talin hafa bein áhrif á líf 28 milljóna manna í Indlandi, Bangladesh og Nepal, en 1900 hafa þegar farist að sögn AFP-Fréttastofunnar." 28 milljónir manna og 1900 manns látnir! Síða 14?
Til gamans mætti nefna þær fréttir sem eru mest áberandi á síðunum frá forsíðu að þessari frétt á síðu 14: Forsíða; Sívaxandi vinsældir íslenska hestsins. síða tvö; rafmagnslaust varð á stórum hluta landsins í gær. Fréttaþjónusta almennings á fréttavef Morgunblaðsins er á síðu fjögur, en þar er hinn almenni borgari hvattur til þess að vinna störf fréttamanna Morgunblaðsins, án greiðslu. Sniðugt! Síða sex; Það er allt fullt af laxi þarna fyrir austan. átta og níu, stórmeistaratitill í höfn hjá Héðni Steingrímssyni, og Orkustofnun kannar Fjarðarárvirkjun og Múlavirkjun (fyrsta frétt blaðsins hingað til). Síða tíu Sigmund gerir grín af Rússum eins og er í tísku núna, fyrir fánapot sitt á norðurskautsbotni. Tólf ;Úr Verinu. 13; yfirtökur íslendinga finna fyrir óróanum, og 14 flóðin í Asíu.
Óneitanlega fær maður það á tilfinninguna að mannslífið sé aðeins minna virði í Asíu en í Bretlandi, amk í augum ritstjórnar Morgunblaðsins. Eftir því sem ég fæ best séð, létust níu í flóðunum í Bretlandi.
Níu stykki. Þá hefur nú einhver verið á leið út á pöbbinn og verið sleginn felmtri allt í einu. "Þa, þa það bara vantar einhvern hérna! Mér líður bara eins og Palla sem var einn í heiminum, ha það hljóta bara að vera 9 manns eða eitthvað sem vantar hér í landið!"
Annars finnst mér fyndnar þessar fréttir sem maður hefur heyrt vegna landgrunnsrannsókna Rússanna, maður er búinn að heyra fréttir af því að bæði Kanadamenn og Danir séu hlægjandi af Rússunum. Vitið þið af hverju það er? Þetta er taugaveiklunarhlátur. Hvað haldið þið að Danir eða Kanadamenn geti á móti Rússneska birninum? Ég get sagt ykkur nákvæmlega hvað þeir geta á móti honum: Ekki Rassgat! Þeir eru að reyna að grípa í einhver strá til þess að fá alþjóðasamfélagið í lið með sér. Takið eftir því að Bandaríkjamenn hlægja ekki.
Rússarnir eru að vinna að rannsóknum á því hvort Lomonosov neðansjávarfjallgarðurinn sé beintengdur rússneska landgrunninu, og stefna að því að skila gögnum um það til sameinuðu þjóðana fyrir 2009. Á sama tíma eru Danir og Kanadamenn að reyna að vinna að sömu rannsóknum á því hvort fjallgarðurinn sé tengdur landgrunni N-Ameríku. En þeir eru nú þegar svo langt á eftir Rússunum að ekki er gert ráð fyrir að þeir fái nokkur svör fyrr en eftir 2013.
"Hehe já Rússarnir eru nú bara í einhverjum sýndarmennskusirkús þarna uppfrá hehe. Við höfum sko engar áhyggjur af þeim hehe, hóst," segir Kanadamaðurinn og Daninn tekur undir; "Já þeir hafa nú fengið sér einum of mörg vodkaskot þarna uppfrá hehe."
Fávitar. Hverja halda þeir að þeir séu að plata?
"Flóðin eru talin hafa bein áhrif á líf 28 milljóna manna í Indlandi, Bangladesh og Nepal, en 1900 hafa þegar farist að sögn AFP-Fréttastofunnar." 28 milljónir manna og 1900 manns látnir! Síða 14?
Til gamans mætti nefna þær fréttir sem eru mest áberandi á síðunum frá forsíðu að þessari frétt á síðu 14: Forsíða; Sívaxandi vinsældir íslenska hestsins. síða tvö; rafmagnslaust varð á stórum hluta landsins í gær. Fréttaþjónusta almennings á fréttavef Morgunblaðsins er á síðu fjögur, en þar er hinn almenni borgari hvattur til þess að vinna störf fréttamanna Morgunblaðsins, án greiðslu. Sniðugt! Síða sex; Það er allt fullt af laxi þarna fyrir austan. átta og níu, stórmeistaratitill í höfn hjá Héðni Steingrímssyni, og Orkustofnun kannar Fjarðarárvirkjun og Múlavirkjun (fyrsta frétt blaðsins hingað til). Síða tíu Sigmund gerir grín af Rússum eins og er í tísku núna, fyrir fánapot sitt á norðurskautsbotni. Tólf ;Úr Verinu. 13; yfirtökur íslendinga finna fyrir óróanum, og 14 flóðin í Asíu.
Óneitanlega fær maður það á tilfinninguna að mannslífið sé aðeins minna virði í Asíu en í Bretlandi, amk í augum ritstjórnar Morgunblaðsins. Eftir því sem ég fæ best séð, létust níu í flóðunum í Bretlandi.
Níu stykki. Þá hefur nú einhver verið á leið út á pöbbinn og verið sleginn felmtri allt í einu. "Þa, þa það bara vantar einhvern hérna! Mér líður bara eins og Palla sem var einn í heiminum, ha það hljóta bara að vera 9 manns eða eitthvað sem vantar hér í landið!"
Annars finnst mér fyndnar þessar fréttir sem maður hefur heyrt vegna landgrunnsrannsókna Rússanna, maður er búinn að heyra fréttir af því að bæði Kanadamenn og Danir séu hlægjandi af Rússunum. Vitið þið af hverju það er? Þetta er taugaveiklunarhlátur. Hvað haldið þið að Danir eða Kanadamenn geti á móti Rússneska birninum? Ég get sagt ykkur nákvæmlega hvað þeir geta á móti honum: Ekki Rassgat! Þeir eru að reyna að grípa í einhver strá til þess að fá alþjóðasamfélagið í lið með sér. Takið eftir því að Bandaríkjamenn hlægja ekki.
Rússarnir eru að vinna að rannsóknum á því hvort Lomonosov neðansjávarfjallgarðurinn sé beintengdur rússneska landgrunninu, og stefna að því að skila gögnum um það til sameinuðu þjóðana fyrir 2009. Á sama tíma eru Danir og Kanadamenn að reyna að vinna að sömu rannsóknum á því hvort fjallgarðurinn sé tengdur landgrunni N-Ameríku. En þeir eru nú þegar svo langt á eftir Rússunum að ekki er gert ráð fyrir að þeir fái nokkur svör fyrr en eftir 2013.
"Hehe já Rússarnir eru nú bara í einhverjum sýndarmennskusirkús þarna uppfrá hehe. Við höfum sko engar áhyggjur af þeim hehe, hóst," segir Kanadamaðurinn og Daninn tekur undir; "Já þeir hafa nú fengið sér einum of mörg vodkaskot þarna uppfrá hehe."
Fávitar. Hverja halda þeir að þeir séu að plata?
3 Comments:
Björn:
Glettileg samantekt hjá þér Haugur. Jahá, hann Pútín gamli refur er ekki allur þar sem hann er séður. Maðurinn er júdókappi af bestu gerð og ber hann sig afar vel. Skemmtilegt þegar hann og Bush standa saman, þá sér maður hvursu helmassaður Vladi er á meðan W.Bush virðist eiga í vandræðum með manboobsin á sér. Pútín tekur heiminn á ipponi á næstu árum.
já pútín er harður,kanske aðeins of harður. Manni finnst hann hafa smá svona einræðisherra tendensía en það er náttúrulega ekkert óþekkt fyrirbrigði þarna Rússlandi.
Púttinn eru ekki alveg að detta þessa dagana, þótt stutta spilið sé í góðum gír.
Post a Comment
<< Home