Wednesday, February 27, 2008

bísnessinn.

Hemúll Gunnarsson, athafnamaður í Victoria í Bresku Kólömbíu, stendur í ströngu þessa daganna, en hann rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í ræktun lifrænna kalkúna, meðfram bílaútflutningsfyrirtæki hans. Aukinheldur hefur fyrirtækið hans, Old Iron Turkey, hafið innflutning til íslands á Kanadískum sígarettum, Afri-Cola frá Afriku auk þess sem hann hannar og dreifir stuðaralímmiðum í samstarfi við Olís, World Wilderness Fund, og Texaco.
Blaðamaður mælti sér mót við hann á landareign hans, Odda, rétt suð-austan við Duncan á Vancouver eyju.

Aðspurður um hvernig bísnessinn sé í Kanada segir H. "mja þetta er svon ryskjótt, eða skjótt, svona svart og hvítt, en stundum grátt." Og heldur áfram "kanadadollarinn er leiðinlega sterkur núna sko óhagstætt gengi, fuglarnir með flensu og gott veður." En hvernig stendur á því að þú fórst að flytja inn bíla frá vesturströnd Kanada? Væri ekki raunsærra að flytja inn bíla frá austurströndinni? "heh, jú vissulega væri það raunsærra, en raunsæi er bara fyrir meðalmenn og löggur og aðra aumingja, hehe" Segir Hemúll. "Sko þarna á austurströndinni er allt á kafi í snjó og öðrum leiðindum á veturna, þá þarf að nota salt og salt hefur teleportísk áhrif á gamla bíla. Þeir hverfa bara ofan í jörðina og inn í eylífiðina, hehe. Bara "púff" og Kaðíljálkurinn er horfinn. Hér á vesturströndinni er veðurfar milt, þótt rigni mikið og helsta vandamálið er að ef bílar standa of lengi fer að vaxa uppúr þeim skógur." segir Hemúll. "Mmmhjá! ég var nú staddur á andaveiðum hérna rétt norðan Parksville fyrir nokkrum árum og við vorum staddir á skógarhöggsvegi einhversstaðar lengst inn í skógi og þá rákumst við á gamlan Plymoth hangandi um tíu metra frá jörðu. Honum hafði verið lagt með húddið opið einhverntíman á þriðja áratugnum og tré hafði vaxið upp í gegnum vélarrýmið þangað til það varð svo stórt að það fór að draga bíldrusluna með sér upp til himnanna. Þessi plymouth er í pöntun hjá Jesús en hann gerði þá villu að láta senda hann með Kanadísku póstþjónustunni!!!" Segir Hemúll, og hlær svo mikið að hann frussar kaffi yfir blaðamann, brýtur stólinn sem hann situr á og rúllar afturfyrirsig eftir harðviðargolfinu í eldhúsinu.
Eftir að hafa fundið nýjann stól, heldur viðtalið áfram.
Hvernig stóð nú á því að þú byrjaðir að flytja gamla bíla til íslands? "Ég flyt bíla hvert sem er, ísland er bara smá hluti af markaðnum, en þetta byrjaði allt með því að ég varð fyrir stöðugu áreiti frá nokkrum bjánum í uppsveitum Borgarfjarðar, frá því svæði sem jafnan er kallað Litla Svíþjóð." Það er einkennilegur sjúkdómur á þessu svæði sem lýsir sér í því að menn þar eru forfallnir Volvonördar, allt er vænt sem vel er sænskt hjá þeim. Þeir voru alltaf að væla í mér að redda þeim góðu eintaki af Volvo Amazon, þannig að ég fór aðeins að þreifa fyrir mér og fann einn helvíti fínann. það er ótrúlegt magn notaðra bíla hérna." segir Hemúll. "Svo vatt þetta uppá sig bara. Ég komst í kynni við Hollenskan sérvitring sem flutti til BC til þess að forðast skattmanninn, en er í rauninni besta skinn og er snillingur í boddívinnu. Hann er með mér í þessu núna, og við seljum til dæmis mikið til Þýskalands en þeir eru hrifnir af gömlum Nash Ambassador bílum þar. Svo er ég með einn vitleysing hérna sem ég nota svona til að sjá um fuglana og sækja bíla til Bandaríkjanna og svoleiðis. Hann las yfir sig í háskóla, en er með gráður í eðlisfræði og hagfræði og vann í Nígeríu í einhvern tíma, sem ráðgjafi hjá Essó... Sá um að halda friðinn við innfædda á olísvæðunum þar. Þegar hann ætlaði síðan að taka doktorinn í hagfræðinni við Georgetown, klikkaði eitthvað í hausnum á honum og Hann heldur stundum að hann sé fálki og ræðst þá á Kalkúnanna. Hann heitir náttúrulega Falkó þannig að þetta er kanski skiljanlegt ástand. Hann var í einhverju rugli þarna í Afríku en við tölum ekkert um það. Hann fær að vísu ekki að drekka Afríkóla því það er allt of mikið koffín í því fyrir hann. En hann er gamall vinur minn og ég var í þeirri aðstöðu að geta hjálpað honum. Hann fær að búa hérna í staðinn og vill ekki fá borgað nema í bensíni á broncoinn og í rommi, sem er allt í lagi mín vegna."
Já þannig að heimilislífið getur verið svolítið skrautlegt hér í Odda? "Já stundum sko, en við erum vön þessu hérna, ef menn eru eitthvað of skrítnir eru þeir bara settir í poka þangað til þeir kólna aðeins, en það er gert þannig að maður tekur gamlan sjópoka með reimuðu opi og skellir honum yfir þann vitlausa, alveg niður fyrir hné og svo er pokinn reimaður fastur. Þá situr sá brjálaði fastur í pokanum og getur ekkert gert. Við höfum allir lent í pokanum undanfarið ár, en maður hegðar sér betur eftir að hafa verið í pokanum í um klukkustund." Segir Hemúll.
Hvernig stóð svo á því að þú fórst að flytja inn tóbak, límmiða, og Gosdrykki? "Já, mér fannst vanta kanadískar sígarettur á íslenska markaðinn, þannig að ég talaði við De Maurier sígarettuframleiðandan og fór að flytja þetta inn. Ísland er skemmtilegt að þessu leiti sko það er svona blanda evrópskra og norður amerískra áhrifa, og því ekki að selja DuM. heima?" Svo voru allir farnir að flytja inn allskonar orkudrykki þannig að ég ákvað að flytja inn Afri-cola sem er með um 250mg/l af coffíni í samanburði við 100mg í Red Bull. Þetta hefur selst vel og er sérstaklega vinsælt af Pólskum verkamönnum sem nenna ekki að sofa. Límmiðarnir, eru síðan gamall draumur og eitthvað sem ég hef alla tíð ætlað að gera. Vinur minn sem ég kynntist í Texas fyrir 7 árum Scary Larry reddaði mér samböndum í San Antonio hjá Lone Star Bumper Stickers, en hann vinnur sem bílstjóri hjá fyrirtækinu og á sérlega fallegt eintak af Lincoln Continental sem ég fann handa honum í Wyoming. Ég hannaði síðan nokkur slagorð fyrir WWF, til þess að starta bransanum. Og fékk síðan dreifingarsamníng í gegnum klíku hjá Olís, og Texaco í gegnum frænda Larrys.
Þetta hefur gengið vel og vonum framar í raun, þannig að ég þarf í rauninni ekkert að vera í kalkúnunum en geri það bara svona fyrir Falco sko."

En í þessum töluðu orðum er okkur litið út um eldhúsgluggann, yfir á kalkúnatúnið, en þar er Falkó, hlaupandi um á hlýrabol og blakandi höndunum. Hemúll rýkur upp frá borðinu afsakar sig pent, teygir sig í rommflösku úr skápnum fyrir ofan ískápin og einkennilega pípu og hleypur svo út á tún með sjópoka undir hendinni.

Falkó heldur að hann sé Fálki.

2 Comments:

Blogger ingi rafn said...

HAHAHAHAHAHAHAHA!!!!!
snilld

3:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hlytur ad vera skritinn fugl thessi Falco...

2:23 PM  

Post a Comment

<< Home