Saturday, February 02, 2008

David Lynch


Enn einni rósinni troðið í fáránlega úttroðið hnappagat David Lynch.
Hann er minn maður.
Ég horfði á Inland empire special edition í gær og þótti það góð skemmtun. Það er samt ekki fyrir hvern sem er að horfa á 200 mínútur af óheftum David lynch.
Hann er á þeim stalli í ferli sínum að hann getur gert nákvæmlega það sem honum sýnist, og vitaskuld nýtir hann sér það.
Það eru element í þessarri mynd sem minna á Eraserhead, en maður sér greinilega, öll vörumerki Lynch í þessarri mynd. Sjónvarpsskjár með snjókomu, rafmagnssuð, lampar og ljósaperur, dimmir gangar, animation osfv. Lynch tók alla myndina á stafrænar vélar, handhaldið, en tekst þó að koma í veg fyrir að myndavélin hristist svo mikið að það fari í taugarnar á manni. Stafræna formatið hentar Lynch á margan hátt mjög vel, grjónóttar senur fara vel við rafurmagnsáráttuna hans og minni dýpt vélanna fer vel við söguþráðinn sem stundum er erfitt að koma höndum á.
Inland Empire situr eftir í manni löngu eftir að hún er búinn, en það er eitthvað sem er að verða æ-sjaldgæfara. Laura Dern var frábær í þessari mynd.

Sem upphitun, fyrir þessa kvikmyndaveislu horfði ég á Norsku myndina, Insomnia. En eftir henni var gerð mynd með sama nafni árið 2002, með Al Pacino, Hilary Swank og Robin Williams í aðalhlutverkum. Mér þótti ameríska útgáfan af þessarri mynd skemmtileg, leikstýrt af Christopher Nolan (Memento, The Prestige) , og því tími til kominn að sjá þá mynd sem hún er byggð á. Orginallinn er skrifaður betur að mínu mati, er drungalegri og raunverulegri að mörgu leiti og sér í lagi endirinn. Kaninn á stundum svolitið erfitt með að melta þá karaktergalla sem lögreglumaðurinn Jonas Engstrom býr yfir. En hér vill ég ekki spilla myndinni með því að segja of mikið. Skemmtilegt element í Norsku útgáfunni er líka að Engstrom er sænskur og er spilað með það að Nossararnir þykjast ekki skilja hann. Þetta setur skemmtilegan brag á myndina sem tapast í þeirri amerísku. Það sem Nolan gerir betur en norski leikstjórinn Erik Skoldbærg er að hann notast betur við staðsetningu myndarinnar. Þ.e. hann leggur áherslu á náttúrskot og panoramaskot af bænum sem myndin gerist í. Það er eitt af því skemmtilegra með þessa mynd, að hún gerist einhverstaðar lengst í Norður Noregi/Alaska og er það vel þegin tilbreyting frá hinum úturnauðguðu borgarskotum í New York og Boston etc (jafnvel þótt þau séu flest tekin í Montreal til þess að spara peninga). Nolan fer líka betur með baráttu aðalsöguhetjunnar við hina ægilegu birtu norðurhjarans, og svefnerfiðleika lögreglumannsins Dormers (skemmtilegt nafn á söguhetjunni, en Latneska sögnin Dormeo þýðir að sofa).
Í hnotskurn, Insomnia Norge betur skrifuð, þótt þróun karakteranna sé betri í þeirri amerísku, Insomnia USA betri kvikmyndataka, og notkun á frábærri staðsetningu.
Al Pacino og Erik Skoldbærg standa jafnir að vígi með hlutverk lögreglumannsins. En Robin Williams stelur senunni í Amerísku útgáfunni.
Fínar myndir, báðar tvær.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þvílíkur snillingur, maðurinn fer sínar leiðir og gef skít í fyrirsjáanlegu leiðindapúkana. Fokking búlsjitt, flott statement!

9:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

jæja, meira kaffi Dodo, meira kaffi!

3:40 AM  

Post a Comment

<< Home